„Það kemur til greina,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson sem lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu í dag, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir komandi Alþingiskosningar.
„ Ég er ekki búinn að ákveða alveg. Ég er fyrst og fremst að segja skilið við að vera utan við alla stjórnmálaumræðu. Ég ætla að hella mér í flokksstarfið og ef það er einhver hljómgrunnur fyrir því að ég helli mér í prófkjör, þá geri ég það,“ segir Gunnar Hrafn og bætir við:
„En það eru margir aðrir möguleikar til að starfa fyrir flokkinn og hægt að gera það á öðrum sviðum eins og Helgi Hrafn sýndi fram á með ákvörðun sinni.
Hann segist hafa hætt störfum hjá Rúv í dag og mun taka þátt í floksstarfi Pírata strax á morgun.
„Ég fer beint inn í starf Pírata. Ég mæti í fyrsta skiptið á morgun á stefnumótunarfund. Stefnan er auðvitað mótuð af almennum félagsmönnum. Í raun og veru getur hver sem er mætt.“
„Mig langar að gefa kost á mér en ég mun ekki gera það nema að það sé hljómgrunnur fyrir því. það er margt annað í boði,“ segir Gunnar Hrafn.