Páll Magnússon íhugar framboð

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Rax

Páll Magnússon, stjórnandi þáttarins Sprengisands og fyrrverandi útvarpsstjóri, íhugar að bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í DV í dag. „Stuðningsmenn tveggja stjórnmálaflokka hafa talað um það við mig núna að fara í framboð í haust,“ segir Páll í viðtalinu en neitar að gefa upp hverjir flokkarnir tveir eru.

„Ég er að hugsa málið,“ segir Páll um tilboðin. 

Spurður um hvar hann staðsetji sig á hinu pólitíska litrófi svarar Páll: „Ef það ætti að pína mig til að nota eitt orð væri það frjálslyndur og ég gæti ábyggilega fundið því frjálslyndi stað í fleiri en einum stjórnmálaflokki. Sennilega myndi einhver vilja bæta við: hægra megin við miðju – en þessi vinstri/hægri skali dugar ekki jafnvel og áður til að staðsetja fólk á hinu pólitíska litrófi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert