Kosningar í haust háðar skilyrðum

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar boðaður var sá möguleiki að kjósa í haust þá var það háð skilyrðum. Það var algerlega ljóst. Það þýðir ekki fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda einhverju öðru fram.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á facebooksíðu sinni í kjölfar ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að þingkosningar í haust séu háðar því að ríkisstjórnin nái að klára ákveðin verkefni. Tekur Gunnar Bragi undir í þeim efnum með Sigmundi Davíð.

„Ég veit ekki til þess að stjórnarandstaðan hafi lofað að hleypa áherslumálum ríkisstjórnarinnar í gegn, sem var eitt skilyrðið, þvert á móti. Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið. Ef stjórnarandstaðan eða aðrir halda öðru fram núna þá er það í besta falli einbeittur vilji til að segja ósatt, í versta falli lygi,“ segir Gunnar Bragi enn fremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert