Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26% fylgi og Píratar með 25% í nýrri skoðanakönnun Gallup sem framkvæmd var dagana 30. júní til 26. júlí. Fylgi við ríkisstjórnina helst óbreytt frá fyrri könnun.
Það var RÚV sem sagði frá.
Vinstri græn mælast með 17% fylgi og Framsóknarflokkurinn 10%. Viðreisn fengi 9% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú, Samfylkingin 8% og Björt framtíð 4%.
Fylgi við ríkisstjórnina mælist 37% en rúmlega 10% tóku ekki afstöðu í könnuninni eða neituðu að gefa hana upp.
Heildarúrtak könnunarinnar var 5.734 manns og þátttökuhlutfall 54%.