Teitur Björn gefur kost á sér

Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sækist eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Prófkjör fer fram í kjördæminu 3. september. Þetta kemur fram á vef BB.is.

„Kosningarnar í haust munu einna helst snúast um þau tækifæri sem við nú höfum til að byggja upp samfélagið á þann hátt sem við teljum skynsamlegan og réttlátan. Grundvöllur aukinnar velferðar er verðmætasköpun og huga þarf að því að þetta tvennt fari saman, hvar á landinu sem er.“

„Ég hlakka til þess að fara um Norðvesturkjördæmi á næstu vikum og eiga samtal við fólk, kynna mig og hvað ég stend fyrir. Mestu skiptir að sjálfstæðismenn velji hæft og dugmikið fólk á framboðslista sem hefur breiða skírskotun og getu til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem þarf að inna af hendi til þess að bæta lífskjör og styrkja stoðir samfélagsins,“ skrifar Teitur Björn á Facebook-síðu sína í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert