Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki hægt að ákveða kjördag alþingiskosninga mikið fyrr en stjórnarskrá gerir ráð fyrir undir hótunum frá stjórnarandstöðu.
Sigríður vísar til ummæla Oddnýjar G. Harðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar í gær um að ekki sé ráðlegt fyrir nýja ríkisstjórn að ákveða lengd næsta kjörtímabils fyrirfram þar sem þá muni stjórnarandstaðan beita málþófi.
Bendir Sigríður á að samt finnist þessum stjórnmálamönnum nauðsynlegt að stytta tímabil núverandi ríkisstjórnar og krefjast nákvæmrar dagsetningar haustkosninga.