Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið.
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Karl­menn­irn­ir tveir sem sæta gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á skotárás í Breiðholti á föstu­dags­kvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fædd­ir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar en af er­lendu bergi brotn­ir. Menn­irn­ir hafa báðir komið við sögu hjá lög­reglu áður.

Þetta staðfest­ir Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar LRH, í sam­tali við blaðamann mbl.is. Gæslu­v­arðhald yfir mönn­un­um renn­ur út á föstu­dag­inn, 12. ág­úst.

Upp­fært kl. 13.51:
mbl.is greindi fyrst frá því að ann­ar maður­inn væri 17 ára og hinn 37 ára. Hið rétta er að ann­ar maður­inn er 28 ára og hinn 29 ára, eða fædd­ir árin 1988 og 1987. Rang­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust frá lög­reglu sem hef­ur nú leiðrétt upp­lýs­ing­arn­ar. 

Hald hef­ur verið lagt á eitt skot­vopn vegna rann­sókn­ar máls­ins en það er talið vera vopnið sem notað var til að skjóta á fólks­bíl um kvöldið. Þrír voru í bíln­um sem skotið var á en eng­inn slasaðist.

Rann­sókn máls­ins er í full­um gangi, að sögn Friðrik Smára. Aðspurður seg­ir hann lög­reglu ekki hafa náð al­menni­lega utan um hverj­ir hafa verið meðal þeirra sem tók­ust á. Um tutt­ugu til þrjá­tíu manns hafi verið að ræða.

Seg­ir hann allt benda til þess að fólkið í bíln­um hafi tengst deil­un­um, að ekki hafi verið um handa­hófs­kennda árás á al­menn­ing að ræða. Þá seg­ir Friðrik Smári að eft­ir eigi að koma í ljós hvort vopnið hafi verið skráð og lög­regla viti ekki til þess að önn­ur vopn hafi verið sýni­leg í átök­un­um um kvöldið.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld.
Frá aðgerðum lög­reglu á föstu­dags­kvöld. mbl.is/​Freyja Gylfa­dótt­ir

At­b­urðarás síðustu daga

Slags­mál brut­ust út fyr­ir utan sölut­urn í Iðufelli í Breiðholti snemma kvölds föstu­dag­inn 5. ág­úst. Lög­regla kom á staðinn en fór skömmu síðar í burtu.

Um kl. 21 kom aft­ur til átaka, byssu­skot heyrðust og óskað var eft­ir aðstoð lög­reglu. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra voru kallaðar út vegna til­kynn­ing­ar­inn­ar, líkt og kom fram í til­kynn­ingu sem send var til fjöl­miðla.

Hverf­inu var lokað af lög­reglu. Skömmu eft­ir kl. 23 barst önn­ur til­kynn­ing frá lög­reglu þar sem fólk í Fella­hverf­inu í Breiðholti var beðið um að vera ekki á ferli.

Rétt fyr­ir klukk­an hálft­vö um nótt­ina barst þriðja til­kynn­ing­in frá lög­reglu. Þar kom fram að lög­regla á höfuðborg­ar­svæðinu leitaði tveggja manna og öku­tæk­is í kjöl­far aðgerða henn­ar og sér­sveit­ar í Fella­hverf­inu. Þar kom einnig fram að til­kynnt hefði verið um tvo skot­hvelli og vitni hefðu greint frá því að skotið hefði verið á bíl. Menn­irn­ir tveir sem leitað var að væru grunaðir um skotárás­ina. Hvatti lög­regla menn­ina til að gefa sig fram, sem og þá sem voru í bif­reiðinni.

Á laug­ar­dags­morgn­in­um sagði Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, að um þröng­an hóp hefði verið að ræða sem virðist hafa verið að gera upp sak­ir sem þeir áttu sín á milli. Sagði hann einnig að lög­regla teldi sig vita hverj­ir menn­irn­ir tveir, sem þá var leitað að, væru.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudag.
Frá aðgerðum lög­reglu á föstu­dag. mbl.is/​Freyja Gylfa­dótt­ir

Rétt fyr­ir há­degi á laug­ar­dag barst til­kynn­ing frá lög­reglu þar sem kom fram að lög­regla á höfuðborg­ar­svæðinu væri með tvo í haldi vegna aðgerðanna kvöldið áður, karl og konu. Sagði einnig að maður­inn væri ann­ar þeirra sem grunaður væri um að hafa staðið að skotárás­inni.

Klukk­an tvö á laug­ar­dag barst enn og aft­ur til­kynn­ing frá lög­reglu en þar kom fram að bíll­inn hefði fund­ist í Breiðholti. Hafði lög­regla náð sam­bandi við þá sem voru í bíln­um og slösuðust þeir ekki þegar skotið var á bíl­inn.

Klukk­an rúm­lega fimm á laug­ar­dag barst til­kynn­ing frá lög­reglu um að maður­inn sem hand­tek­inn var fyrr um dag­inn hefði verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Kon­an var aft­ur á móti lát­in laus.

Lög­regla sendi síðan frá sér til­kynn­ingu fyr­ir há­degi á mánu­dag þar sem kom fram að hinn maður­inn hefði verið hand­tek­inn þann morg­un­inn. Maður­inn fannst á höfuðborg­ar­svæðinu en hann gaf sig ekki fram sjálf­ur.

Síðdeg­is á mánu­dag barst önn­ur til­kynn­ing frá lög­reglu þar sem kom fram að hinn maður­inn hefði einnig verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Það renn­ur út á föstu­dag­inn, 12. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert