Boða til kosninga 29. október

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að boðað verði til kosninga 29. október.  „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það nema það verði algjört uppnám og ósætti í þinginu, þannig að engin mál fáist afgreidd,“ segir Bjarni. 

„En ég ætla ekkert að ganga út frá því. Ég held að það sé skilningur á þessu, ég heyri ekki annað.“

Leiðtogar þingflokkanna funduðu í Stjórnarráði Íslands í dag þar sem þetta var ákveðið.

Frétt mbl.is: Fundað í Stjórnarráðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert