Segir Framsóknarflokkinn í tímaþröng fyrir kosningar

Ólga meðal framsóknarmanna vegna haustkosninga.
Ólga meðal framsóknarmanna vegna haustkosninga.

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir Framsóknarflokkinn í tímaþröng fyrir komandi kosningar og að titringur sé í flokknum í ljósi þess að líklega muni fækka verulega í hópi þingmanna hans í haust.

„Þetta var stór kosningasigur síðast. Það er önnur staða sem mun blasa við eftir kosningar og ekkert sem bendir til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haldi meirihlutanum. Ég held að flestir framsóknarmenn geri sér grein fyrir að þeir fá miklu færri kjörna en áður og það veldur þeim áhyggjum,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Borið hefur á nokkru ósætti í flokknum síðustu misseri, til að mynda sendi Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þingmönnum flokksins bréf á föstudag þar sem hann gagnrýndi að dagsetning þingkosninga hefði verið ákveðin áður en fyrir lægi með formlegum hætti hvaða mál yrðu tekin fyrir í þinginu í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert