„Þetta eru gífurlega mikilvæg mál“

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eftir fundinn í morgun.
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eftir fundinn í morgun. mbl.is/Þórður

„Þetta var mjög góður fundur og góð yfirferð á þeim málum sem við erum að fara að leggja fyrir þingið,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins, sem lauk um klukkan 11.

Þau mál sem rædd voru á fundinum voru frumvörp um verðtryggingu og séreignarsparnað auk þess sem kynnt voru ný úrræði ríkisstjórnarinnar til aðstoðar nýjum kaupendum á húsnæðismarkaði. 

Aðspurð um það hvort sátt hafi náðst um þessi mál innan flokksins svarar Lilja játandi. „Já, ég myndi segja það.“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir málin afar mikilvæg. „Þetta eru alveg gífurlega flott mál og mikilvæg. Það verður spennandi að vinna þau áfram og klára á haustþinginu,“ sagði hún eftir fundinn. 

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra segir fundinn hafa verið góðan, en úrræði ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði verði kynnt seinna í dag. Eins og mbl.is greindi frá hafa Sigurður og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, boðað til frétta­manna­fund­ar í Hörpu klukk­an 13 í dag þar sem úrræðin verða kynnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert