„Ánægð með að barnið skyldi finnast“

Rannsókn stendur yfir á málinu.
Rannsókn stendur yfir á málinu. mbl.is/Eggert

„Við erum rosalega ánægð með að barnið skyldi finnast,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögreglan lýsti eftir stolinni bifreið og kom fram í tilkynningu frá henni að tveggja ára gamalt barn væri í bifreiðinni. Barnið er núna fundið og hefur því verið komið til móður sinnar.

„Það er verið að rannsaka málið. Við vildum koma með tilkynningu út strax því við vorum auðvitað hrædd um barnið,“ bætir Þórir við. Hann vildi ekkert tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Bifreiðinni var stolið klukkan 15:18 í dag frá Rjúpnasölum í Kópavogi en tæpum hálftíma síðar sendi lögreglan frá sér tilkynningu um að hún hefði fundist og var barnið í bifreiðinni. 

Frétt mbl.is: Barnið er fundið

Frétt mbl.is: Barn í bifreið sem var stolið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert