Fjölmiðlar lítið annað en skel

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra ger­ir stöðu fjöl­miðla að um­fjöll­un­ar­efni á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi og seg­ir að hér starfi marg­ir fjöl­miðlar án sjá­an­legr­ar rit­stjórn­ar­stefnu. Hann að það sé til­finn­ing sín að vegna mann­eklu og fjár­skorts séu fjöl­miðlar lítið annað en skel. 

„En jafn ágætt og það er að fjöl­miðlar séu vett­vang­ur skoðana­skipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undr­un­ar­efnið hve marg­ir fjöl­miðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokk­ur rit­stjórn­ar­stefna sé sjá­an­leg.
Hún ger­ist æ sterk­ari til­finn­ing­in að vegna mann­eklu og fjár­skorts séu viðkom­andi miðlar orðnir lítið annað en skel, um­gjörð um starf­semi þar sem hver fer fram á eig­in for­send­um. Eng­in stefna, mark­mið eða skila­boð og þar með nán­ast eng­inn til­gang­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyr­ir þá sem þar vinna. Þeir skipt­ast síðan á að grípa gjall­ar­hornið sem fjöl­miðill­inn er orðinn fyr­ir þá og dæla út skoðunum yfir sam­fé­lagið. Ein í dag – önn­ur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­book-síðu og leyfa öll­um að skrifa á vegg­inn?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert