„Hlýtur að afhenda afsagnarbréf“

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason. Ljósmynd/Óli Björn Kárason

„Ráðherra sem ákveður að styðja ekki ríkisstjórnarmál hefur tekið ákvörðun um að afhenda forsætisráðherra afsagnarbréf,“ segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Tilefnið er sú ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Mikil reiði er í röðum sjálfstæðismanna vegna málsins.

Frétt mbl.is: „Finnst þetta ekki boðleg taktík“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um ákvörðun Eyglóar í samtali við mbl.is í kvöld. Með henni væri Eygló að fara gegn samherjum sínum í ríkisstjórn. Áður hafði Ragnheiður ritað á Facebook-síðu sína að ákvörðunin hlyti að þýða að Eygló væri á leið úr ríkisstjórn.

„Eygló Harðardóttir hlýtur að óska eftir fundi með forsætisráðherra áður en reglubundinn ríkisstjórnarfundur hefst á morgun,“ segir Óli Björn enn fremur.

Ekki hefur náðst í Eygló Harðardóttur vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert