Tveir stjórnarþingmenn sátu hjá við afgreiðslu þingsályktunartillagna ríkisstjórnarinnar um fjármálaáætlun 2017-2021 og fjármálastefnu fyrir sama tímabil. Framsóknarmennirnir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Þorsteinn Sæmundsson.
Eygló gaf þá skýringu að í fjármálaáætluninni væri ekki hugað nægilega að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Fyrir vikið styddi hún hana ekki. Hún hefði unnið á kjörtímabili samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna en áætlunin næði til næsta kjörtímabils og ekkert lægi fyrir um áherslur mögulegs samstarfs á því.