Mikilvægt að ráðherrar standi saman

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Þórður

Mik­il­vægt er í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi að samstaða sé við ráðherra­borðið. Þetta sagði Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í Helgar­út­gáf­unni á Rás 2 í dag, spurð út í þá ákvörðun Eygló­ar Harðardótt­ur, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, í síðustu viku að sitja hjá við af­greiðslu fjár­mála­áætl­un­ar og fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna ár­anna 2017-2021.

Lilja sagði að ráðherr­ar væru ekki endi­lega alltaf full­kom­lega ánægðir með það sem samþykkt væri í rík­is­stjórn en síðan stæðu ráðherr­ar sam­eig­in­lega að því. Það gæti verið erfitt þegar kæmi að stjórn lands­ins ef mörg til­felli kæmu upp þar sem ráðherr­ar treystu sér ekki til þess að sýna sam­stöðu um þau mál sem rík­is­stjórn­in legði fram. 

Við þess­ar aðstæður myndaðist ákveðin tog­streita. Eygló væri mjög fylg­in sér og hún hafi viljað fá meiri fjár­muni í ýmis vel­ferðar­mál. Hún hefði gert ákveðna fyr­ir­vara sem síðan hefðu raun­gerst á Alþingi. Aðrir ráðherr­ar líti svo á að ákveðið svig­rúm sé sem hugs­an­lega megi nýta við gerð fjár­laga.

Spurð hvort hún væri ekki ánægð með fram­göngu Eygló­ar en hún slyppi í þetta sinn svaraði Lilja: „Það eru þín orð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert