Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn

Þorsteinn Víglundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í …
Þorsteinn Víglundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­steinn Víg­lunds­son hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í fram­boð til Alþing­is fyr­ir Viðreisn og hef­ur þegar látið af störf­um hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins að því er greint er frá á vefsíðu sam­tak­anna.

Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA mun, stýra starfi sam­tak­anna uns nýr fram­kvæmda­stjóri hef­ur verið ráðinn. 

„Und­an­far­in ár hafa mörg mjög já­kvæð skref verið stig­in í ís­lensku at­vinnu­lífi og hef­ur Þor­steinn stýrt starfi SA á tím­um mik­illa breyt­inga,“ er haft eft­ir Björgólfi Jó­hanns­syni, for­manni SA í frétt­inni.

„Hann hef­ur verið mjög far­sæll í sín­um störf­um og verið lyk­ilmaður við að móta nýtt vinnu­markaðslík­an á ís­lensk­um vinnu­markaði. Það er eft­ir­sjá að Þor­steini hjá SA, en um leið er ánægju­legt að sjá öfl­ug­an for­ystu­mann í ís­lensku at­vinnu­lífi gefa kost á sér í stjórn­mál­in. Fyr­ir hönd SA þakka ég hon­um kær­lega fyr­ir frá­bært starf og óska hon­um velfarnaðar á nýj­um vett­vangi.“

Þor­steinn var ráðinn fram­kvæmda­stjóri SA í mars 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka