Björt framtíð samþykkir sex efstu menn

Björt Ólafsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson, G. Valdimar Valdemarsson og Preben Pétursson leiða lista Bjartrar framtíðar í kjördæmunum sex fyrir þingkosningarnar í haust.

Stjórn flokksins samþykkti í kvöld sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi.

„Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í kvöld sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi. Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri og landgræðsluvistfræðingur. Fjórðungur frambjóðenda starfar innan menntakerfisins, 14% þeirra eru í háskólanámi og því ljóst að menntamál munu leika stórt hlutverk. Margir frambjóðenda eru tengdir skapandi greinum með einum eða öðrum hætti. Tónlistarkennari, bókmenntaþýðandi, viðburðastjóri hjá CCP, verkefnastjóri listkennsludeildar Listaháskólans og leikkona skipa m.a. sæti á listum. Tveir innflytjendur skipa einnig sæti ofarlega á listum, frá Bandaríkjunum og Bosníu,“ segir í tilkynningu frá Bjartri framtíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert