Björt framtíð samþykkir sex efstu menn

Björt Ólafs­dótt­ir, Nichole Leigh Mosty, Ótt­arr Proppé, Páll Val­ur Björns­son, G. Valdi­mar Valdemars­son og Pre­ben Pét­urs­son leiða lista Bjartr­ar framtíðar í kjör­dæmun­um sex fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í haust.

Stjórn flokks­ins samþykkti í kvöld sex efstu fram­bjóðend­ur á fram­boðslist­um í öll­um kjör­dæm­um á fjöl­menn­um fundi.

„Stjórn Bjartr­ar framtíðar samþykkti í kvöld sex efstu fram­bjóðend­ur á fram­boðslist­um í öll­um kjör­dæm­um á fjöl­menn­um fundi. Á list­un­um er fjöl­breytt flóra fram­bjóðenda með víðtæka mennt­un og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lög­reglu­kona, dós­ent, stjórn­sýslu­fræðing­ur, leik­skóla­stjóri og land­græðslu­vist­fræðing­ur. Fjórðung­ur fram­bjóðenda starfar inn­an mennta­kerf­is­ins, 14% þeirra eru í há­skóla­námi og því ljóst að mennta­mál munu leika stórt hlut­verk. Marg­ir fram­bjóðenda eru tengd­ir skap­andi grein­um með ein­um eða öðrum hætti. Tón­list­ar­kenn­ari, bók­menntaþýðandi, viðburðastjóri hjá CCP, verk­efna­stjóri list­kennslu­deild­ar Lista­há­skól­ans og leik­kona skipa m.a. sæti á list­um. Tveir inn­flytj­end­ur skipa einnig sæti of­ar­lega á list­um, frá Banda­ríkj­un­um og Bosn­íu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Bjartri framtíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka