Aðeins þrír í framboði hjá Samfylkingunni í NV-kjördæmi

mynd/Heiðdís

Aðeins þrír frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi en framboðsfrestur rann út hinn 19. ágúst. Þetta kemur fram í frétt á vef BB.  Í framboði eru þau Guðjón Brjánsson, Inga Björk Bjarnadóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir en öll sækjast þau eftir að leiða lista flokksins í komandi kosningum.

Ákveðið var í júlí að fram færi lokað flokksval í kjördæminu þar sem bindandi kosning færi fram um fjögur efstu sæti á lista og jafnræði kynja yrði gætt með paralista.

Vegna dræmrar þátttöku samfylkingarfólks verður aðeins kosið um efstu tvö sæti listans þar sem ekki er hægt að hafa bindandi kosningu um fjögur sæti þegar frambjóðendurnir eru aðeins þrír.

Fylgi Samfylkingarinnar hefur mælst lítið í skoðanakönnunum að undanförnu. Í þingkosningum 2013 hlaut flokkurinn innan við 13% atkvæða og fékk níu menn kjörna. Tapaði flokkurinn þannig 11 mönnum af þingi frá því sem var á fyrra kjörtímabili.

Frétt mbl.is: Kosið um tvö efstu sætin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert