Sigríður sækist eftir 2. sæti

Sigríður Á. Andersen alþingismaður.
Sigríður Á. Andersen alþingismaður.

Sig­ríður Á. And­er­sen alþing­ismaður sæk­ist eft­ir 2. sæti í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík sem fram fer 3. sept­em­ber.

„Á þessu kjör­tíma­bili hef­ur orðið já­kvæður viðsnún­ing­ur í efna­hags­líf­inu. Auk samn­inga við slita­bú föllnu bank­anna um veru­legt stöðug­leikafram­lag af þeirra hálfu í rík­is­sjóð hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn haft for­göngu um mik­il­væg­ar breyt­ing­ar sem rennt hafa stoðum und­ir þenn­an viðsnún­ing. Af­nám allra al­mennra vöru­gjalda og af­nám 2/​3 álagðra tolla, lækk­un tekju­skatts og hluta virðis­auka­skatts eru allt skref í átt að létt­ari, gagn­særri og skil­virk­ari skatt­heimtu. Kaup­mátt­ur launa hef­ur auk­ist veru­lega og ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­ila einnig.

Ég hef náð góðum ár­angri í þeim mál­um sem ég hef beitt mér fyr­ir á Alþingi, í efna­hags- og skatta­mál­um og ekki síður í um­hverf­is­mál­um en umræða um þau hef­ur lengi verið mjög ein­hliða. Ég vil gjarn­an fá áfram tæki­færi til að eiga frum­kvæði að mik­il­væg­um mál­um sem þess­um og leiða vinnu sem þarf að halda áfram á næsta kjör­tíma­bili og miðar að því að renna styrk­ari stoðum und­ir vel­ferð hér á landi.

Ég gef því kost á mér til áfram­hald­andi setu á Alþingi og sæk­ist eft­ir 2. sæti í kom­andi próf­kjöri í Reykja­vík,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sig­ríði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert