Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um um að gefa kost á sér fyrir Viðreisn í komandi kosningum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um breytingar hjá mér,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við mbl.is.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í útvarpsþættinum Vikulokum á Rás 1 í gær að mögulegt framboð Þorgerðar Katrínar fyrir Viðreisn yrði sterkur leikur fyrir flokkinn en nokkuð hefur verið rætt um þann möguleika að Þorgerður Katrín gangi til liðs við Viðreisn.
Frétt mbl.is: Framboð Þorsteins og Pawel erfið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
„Mér þykir afar vænt um orð Styrmis,“ segir Þorgerður Katrín, sem kveðst meta Styrmi mikils og hafi alltaf gert en hún hafi þó ekki tekið neina ákvörðun um framboð. „Ég er bara í vinnu hjá Samtökum atvinnulífsins og þannig er það,“ segir Þorgerður Katrín.