Skora á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð hluta hópsins inn á skrifstofu …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð hluta hópsins inn á skrifstofu sína til frekari fundarhalda. mbl.is/Golli

Mikill hiti var í leikskólastjórnendum er þeir afhentu Degi B. Eggertssyni borgarstjóra harðorða ályktun í Ráðhúsinu nú klukkan ellefu. Borgarstjóri bauð hluta hópsins inn á skrifstofu sína til frekari fundar klukkan ellefu og er hópurinn þar enn að ræða málin.

 Í ályktun sinni mótmæla leikskólastjórnendur niðurskurði í leikskólum borgarinnar og kveðast ekki sjá neina leið fyrir leikskólana til að taka á sig halla frá síðasta ári, eins og ætlast er til.

Leikskólastjórnendur segja jafnframt að þeim „beri að halda uppi þeirri þjónustu sem lög og aðalnámskrá kveða á um“. Til þess þurfi fjármagn sem hingað til hafi vart dugað til. „Fyrst borgaryfirvöld krefjast þess að leikskólar séu reknir fyrir sífellt minna fjármagn þá þurfa þau að stíga fram og segja okkur hvaða þjónustu við þurfum að hætta að veita. Við sjáum ekki að hægt sé að skera niður þannig að leikskólinn standi undir nafni sem fyrsta skólastigið,“ segir í ályktuninni.

Er skorað á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskólanna með tilliti til betri afkomu borgarinnar á þessu ári. 

Fjölmennt er á göngum Ráðhússins og eru málefni leikskólans þar …
Fjölmennt er á göngum Ráðhússins og eru málefni leikskólans þar rökrædd til þaula. mbl.is/ Golli

Stór hópur leiksskólastjórnenda er enn á göngum Ráðhússins og er mikill hiti í fólki að sögn blaðamanns Morgunblaðsins sem er á vettvangi. Þar átti Björn Blöndal, borgarfulltrúi Besta flokksins, til að mynda í rökræðum við leikskólastjórnendur. Segir blaðamaður þá skólastjórnendur sem hann ræddi við nú harðákveðna á að þrýsta á um betrumbætur, því að annars muni ekkert gerast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka