Skora á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð hluta hópsins inn á skrifstofu …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð hluta hópsins inn á skrifstofu sína til frekari fundarhalda. mbl.is/Golli

Mik­ill hiti var í leik­skóla­stjórn­end­um er þeir af­hentu Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra harðorða álykt­un í Ráðhús­inu nú klukk­an ell­efu. Borg­ar­stjóri bauð hluta hóps­ins inn á skrif­stofu sína til frek­ari fund­ar klukk­an ell­efu og er hóp­ur­inn þar enn að ræða mál­in.

 Í álykt­un sinni mót­mæla leik­skóla­stjórn­end­ur niður­skurði í leik­skól­um borg­ar­inn­ar og kveðast ekki sjá neina leið fyr­ir leik­skól­ana til að taka á sig halla frá síðasta ári, eins og ætl­ast er til.

Leik­skóla­stjórn­end­ur segja jafn­framt að þeim „beri að halda uppi þeirri þjón­ustu sem lög og aðal­nám­skrá kveða á um“. Til þess þurfi fjár­magn sem hingað til hafi vart dugað til. „Fyrst borg­ar­yf­ir­völd krefjast þess að leik­skól­ar séu rekn­ir fyr­ir sí­fellt minna fjár­magn þá þurfa þau að stíga fram og segja okk­ur hvaða þjón­ustu við þurf­um að hætta að veita. Við sjá­um ekki að hægt sé að skera niður þannig að leik­skól­inn standi und­ir nafni sem fyrsta skóla­stigið,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Er skorað á borg­ar­yf­ir­völd að end­ur­skoða fjár­veit­ing­ar til leik­skól­anna með til­liti til betri af­komu borg­ar­inn­ar á þessu ári. 

Fjölmennt er á göngum Ráðhússins og eru málefni leikskólans þar …
Fjöl­mennt er á göng­um Ráðhúss­ins og eru mál­efni leik­skól­ans þar rök­rædd til þaula. mbl.is/ Golli

Stór hóp­ur leiks­skóla­stjórn­enda er enn á göng­um Ráðhúss­ins og er mik­ill hiti í fólki að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins sem er á vett­vangi. Þar átti Björn Blön­dal, borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins, til að mynda í rök­ræðum við leik­skóla­stjórn­end­ur. Seg­ir blaðamaður þá skóla­stjórn­end­ur sem hann ræddi við nú harðákveðna á að þrýsta á um betr­um­bæt­ur, því að ann­ars muni ekk­ert ger­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert