Möguleg áhrif á samninga

Kjarasamningurinn sem Félag grunnskólakennara felldi á dögunum gekk lengra en rammasamkomulagið sem gildir á almennum vinnumarkaði, að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ).

Rammasamkomulagið er hluti af samningi ASÍ og BSRB við SA, ríki og sveitarfélög. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi að grunnskólakennarar væru ekki aðilar að rammsamkomulaginu en viðsemjendur þeirra, sveitarfélögin, væru það.

Gylfi segir það vera alveg ljóst að samningur ASÍ við SA gilti sem forsenduákvæði samninga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Samkomulag væri um launastefnu sem miðaðist við að kostnaðarhækkun vegna kjarasamninga skyldi ekki vera meiri en sem samsvaraði vísitölugildinu 132 í árslok 2018, miðað við gildið 100 í nóvember 2013, að viðbættu launaskriði. Eftir væri að mæla launaskriðið og yrði væntanlega byrjað á því í október eða nóvember næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert