Sjaldan verið óumdeildur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég var gríðarlega ánægður með þenn­an miðstjórn­ar­fund í meg­in­drátt­um. Mér fannst þetta mjög góður fund­ur og góðar umræður og var þakk­lát­ur fyr­ir þann stuðning sem ég fékk þar. Það er hins veg­ar al­veg ljóst að ég er ekki al­ger­lega óum­deild­ur og hef reynd­ar sjaldn­ast verið. Það eru ákveðnir menn sem hafa verið gagn­rýn­ir á mig og oft eru það nú sömu menn­irn­ir.“

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is. Spurður um mót­fram­boð Svein­björns Eyj­ólfs­son­ar, for­stöðumanns nauta­stöðvar Bænda­sam­taka Íslands, á fyr­ir­huguðu flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir hann að það megi alltaf bú­ast við að ein­hverj­ir velti fyr­ir sér fram­boðum þegar flokksþing er framund­an og kosn­ing­ar. Spurður hvort hann eigi von á mót­fram­boði frá Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­sæt­is­ráðherra og vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist hann ekki eiga von á því. 

Sig­urður Ingi ít­rekað úti­lokað mót­fram­boð

„Við Sig­urður Ingi höf­um unnið lengi sam­an og ræðum bara mál­in okk­ar á milli. Hann hef­ur sagt alloft, bæði op­in­ber­lega og á fund­um með mér, að hann myndi aldrei bjóða sig fram gegn mér. Og það var raun­ar það síðasta sem hann ít­rekaði þegar ég bað hann um koma inn í Stjórn­ar­ráðið fyr­ir mig á meðan mál væru að skýr­ast síðasta vor. Þannig að ég hef enga ástæðu til ætla að ein­hverj­ar breyt­ing­ar hafi orðið á því þó kannski þurfi ekki að koma á óvart að þeir sem af ein­hverj­um ástæðum hafa ekki verið sátt­ir við mig um ára­bil skori á hann.“

Spurður hvernig hann meti stöðu sína inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir Sig­mund­ur: „Ég met stöðu mína inn­an flokks­ins góða. Ann­ars veg­ar vegna þess að ég hef verið mjög mikið á fund­um að und­an­förnu og hitt ákaf­lega margt fólk og hins veg­ar, þó ég segi sjálf­ur frá, vegna þess að það hef­ur nátt­úru­lega gengið al­veg frá­bær­lega á þessu kjör­tíma­bili og jafn­vel bet­ur en ég, sem er þó bjart­sýnn yf­ir­leitt, þorði að vona. Þannig að ég fer stolt­ur í kom­andi kosn­ing­ar og ég tel að flokk­ur­inn hafi til­efni til þess að gera það sem heild.“

Fékk send­an tölvu­póst und­ir röngu nafni

Spurður um inn­brot í tölv­una hans seg­ir Sig­mund­ur að fyr­ir það fyrsta hafi nokkr­um sinn­um komið upp tölvu­ör­ygg­is­mál hjá Stjórn­ar­ráðinu. Meðal ann­ars hafi vefsíða þess verið hökkuð. Hann greindi frá því að í ræðu sinni á miðstjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins um helg­ina að brot­ist hefði verið inn í tölv­una hans. Nokkuð sem hann seg­ist hafa nefnt í fram­hjá­hlaupi í ræðunni. Það hafi hins veg­ar at­vik­ast þannig að hann hafi fengið send­an tölvu­póst frá manni sem ekki hafi sent póst­inn.

„Tölvu­póst­in­um fylgdi viðhengi og þegar það var opnað var í því ein­hvers kon­ar búnaður til þess að kom­ast inn í tölv­ur. Ég kallaði til tækni­menn frá rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðsins og þeir gátu ekki séð hvort eða hversu mikl­um upp­lýs­ing­um hefði verið náð úr tölv­unni eða hvort það hafi tek­ist að virkja þetta. En þeir sögðu að það eina sem væri ör­uggt til þess að bregðast við þessu væri að skipta um harðan disk í tölv­unni. Það væri ekki nóg að strauja hann bara.“

Varðandi síma og tölvu­póst seg­ir Sig­mund­ur að hon­um og öðrum ráðherr­um hafi verið tjáð af sér­fræðing­um að best væri að gera ráð fyr­ir því að allt sem þeir sendu í tölvu­pósti væri lesið af öðrum. Eins að hlustað væri á síma þeirra. „Fyr­ir þessu væru ýms­ar ástæður. Í fyrsta lagi væri orðið mjög auðvelt að brjót­ast inn í svona tæki og ýms­ir sem gæti séð sér hag í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert