Gagnrýna ummæli Guðna

Anna Sigurlaug Pálsdóttir hefur staðið þétt við bakið á eiginmanni …
Anna Sigurlaug Pálsdóttir hefur staðið þétt við bakið á eiginmanni sínum. mbl.is/Rax

„Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um þau ummæli Guðna Ágústssonar að Sigmundi beri að víkja úr embætti formanns Framsóknarflokksins.

Anna Sigurlaug tjáði sig um málið á Facebook fyrir stundu og hefur eftir Guðna að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag um að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs, hefur einnig tjáð sig um ummæli Guðna við Vísi og segir formanninn fyrrverandi hafa tímasett árás sína vel.

Frétt mbl.is: Sigmundur Davíð víki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka