Lilja íhugar varaformanninn

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Þórður

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra íhug­ar al­var­lega að gefa kost á sér sem vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokksþing­inu í byrj­un októ­ber. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Aðspurð sagði hún að skorað hefði verið á sig að bjóða sig fram.

„Já það hef­ur verið skorað á mig og ég er svona að íhuga mína stöðu hvað það varðar,“ sagði Lilja. Spurð hvort hún hefði hug á að verða vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins svaraði hún því einnig ját­andi. Hún hefði fengið hvatn­ingu víða að af land­inu. Hún væri að meta stöðu sína og hvaða styrk hún teldi sig hafa.

Lilja var einnig spurð hvort hún vidi að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son leiddi áfram Fram­sókn­ar­flokk­inn í þing­kosn­ing­un­um framund­an svaraði hún því á þann veg að hún styddi nú­ver­andi for­ystu flokks­ins. Spurð áfram sér­stak­lega um Sig­mund Davíð svaraði ut­an­rík­is­ráðherra: „Ég hef sagst styðja for­mann­inn og það er al­veg óbreytt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert