Grunaður um kynferðisbrot

Konan er sögð hafa fundist nakin í húsgarði, með mikla …
Konan er sögð hafa fundist nakin í húsgarði, með mikla áverka. mbl.is/Árni Sæberg

Maðurinn sem handtekinn var í Vestmannaeyjum á laugardag er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á konunni sem þaðan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur um morguninn. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, staðfestir að grunur lögreglu sé um kynferðisbrot.

Eins og mbl.is greindi frá í gær var gæslu­v­arðhalds kraf­ist yfir manninum vegna gruns um að hann hefði brotið gegn konu á fimm­tugs­aldri í Vest­manna­eyj­um aðfaranótt laug­ar­dags. Héraðsdóm­ur Suður­lands hafnaði kröf­unni og var úrskurður hans kærður til Hæsta­rétt­ar. Jóhannes segir lögreglu búast við úrskurði Hæstaréttar í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um Stundarinnar fannst kon­an meðvit­und­ar­laus í hús­garði skammt frá öldur­húsi í bænum. Þá var hún sögð hafa verið nak­in og með mikla áverka, meðal ann­ars á höfði. Töldu heim­ild­ar­menn Stund­ar­inn­ar að kon­an hefði höfuðkúpu­brotnað.

Sjá frétt mbl.is: Sögð hafa fundist nakin í húsgarði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert