Nauðgunarmál sent aftur í rannsókn

Maður­ á þrítugsaldri var hand­tek­inn laug­ar­dag­inn 17. sept­em­ber 2016, grunaður …
Maður­ á þrítugsaldri var hand­tek­inn laug­ar­dag­inn 17. sept­em­ber 2016, grunaður um að hafa brotið gegn konu á fimm­tugs­aldri um nótt­ina. mbl.is/Sigurður Bogi

Gróft nauðgunar- og líkamsárásarmál úr Vestmannaeyjum var í vor sent aftur til rannsóknar lögreglu frá Héraðssaksóknara.

Að sögn fréttastofu RÚV hafði lögregla sent málið til saksóknara í haust. Haft var eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara,  að leiða  þyrfti tiltekin atriði betur í ljós til að hægt sé að afgreiða málið frá embætti héraðssaksóknara. Hún vildi ekki upplýsa um hvaða  atriði væri að ræða.

Karlmaður á þrítugsaldri var hand­tek­inn laug­ar­dag­inn 17. sept­em­ber 2016, grunaður um að hafa brotið gegn konu á fimm­tugs­aldri um nótt­ina. Hún var flutt með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur um morg­un­inn eft­ir að hafa fund­ist nak­in með mikla áverka í and­liti við hlið fata sinna.Lék grun­ur á að brotið hafi verið gegn henni kyn­ferðis­lega. Lík­ams­hiti kon­unn­ar mæld­ist 35,3 gráður er hún fannst og sagði í áverka­vott­orði að hún hafi verið „af­mynduð í fram­an“.

Að mati héraðssaksóknara þarf að rannsaka nánar gróft nauðgunar- og líkamsárásarmál sem kom upp í Vestmannaeyjum fyrir rúmu einu og hálfu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert