Framsókn falli undir menningarminjar

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ef ég má vera gal­gopaleg þá vil ég segja það að ég tel Fram­sókn­ar­flokk­inn falla und­ir menn­ing­ar­minj­ar þar sem hann er orðinn 100 ára,“ seg­ir Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra. „Hann á því að vera friðhelg­ur,“ sagði Sigrún og upp­skar lófa­klapp og hlátra­sköll viðstaddra fram­sókn­ar­manna er nú sitja flokksþing í Há­skóla­bíói.

Sigrún seg­ir lúxusvanda­mál að þurfa að velja á milli þeirra Sig­urðar Inga og Sig­mund­ar Davíðs í for­manns­kjör­inu á morg­un og tel­ur hún nýtt og spenn­andi tíma­bil fram und­an. Þá stiklaði hún á stóru um verk­efni ráðuneyt­is síns á kjör­tíma­bil­inu og vakti sér­staka at­hygli á auðlindaþætti þess sem eigi það til að gleym­ast.

„Í síðustu viku kom fram að við vær­um efst á lista sam­einuðu þjóðanna um 17 mark­mið þeirra er snúa að lýðheilsu,“ sagði Sigrún meðal ann­ars og þá kynnti hún verk­efni sem hún hyggst kynna í rík­is­stjórn á þriðju­dag um kort­lagn­ingu á upp­bygg­ingu innviða á helstu ferðamanna­stöðum um landið.

Þá nefndi hún jafn­framt Par­ís­ar­samn­ing­inn sem hún seg­ir marka tíma­mót og Ísland standi öðrum lönd­um fram­ar hvað varðar um­hverf­is­mál, sjá þurfi til þess að svo verði áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert