Framsóknarmenn verði að standa saman

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við eigum að sitja í næstu ríkisstjórn og þangað ætlum við að fara,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. „Á morgun munum við kjósa nýja forystu og það sem mér finnst skipta mestu máli í því er að við stöndum öll saman að því loknu það verður að vera.“

Lilja hóf ræðu sína á flokksþingi Framsóknarflokksins á því að óska félögum sínum til hamingju með 100 ára afmælið og fór hún yfir þann árangur sem hún segir ríkisstjórnina hafa náð á síðasta kjörtímabili.

„Þetta er sérstakur árangur sem við erum að horfa fram á þannig að hér er gaman að vera og ég er afskaplega þakklát að vera hér í dag,“ sagði Lilja sem greindi jafnframt frá nokkrum málum sem hún hefur átt við í utanríkisráðuneytinu. Þar á meðal fullgildingu Parísarsáttmálans í samstarfi við umhverfisráðherra og fullgildingu samnings um réttindi fatlaðs fólks og samþykkta þjóðaröryggisstefnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert