Heppilegra ef Sigmundur hefði talað

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpar flokksþing Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpar flokksþing Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra og ný­kjör­inn formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að það hefði verið heppi­legra ef Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður flokks­ins, hefði komið upp á svið eft­ir að hann tapaði fyr­ir hon­um í for­manns­kosn­ingu í Há­skóla­bíói í gær.

Þetta kom fram í máli Sig­urðar Inga í Kast­ljósi. Spurður hvort það hafi komið hon­um á óvart þegar Sig­mund­ur Davíð gekk út úr saln­um eft­ir að ljóst var að hann hefði tapað sagði Sig­urður: „Ég tók svo sem ekk­ert eft­ir þessu. Við vor­um stadd­ir á sitt hvor­um staðnum,“ sagði hann. „Það hefði verið mjög gott ef hann hefði komið upp á svið og talað fyr­ir full­um sal af fólki. Það hefði verið heppi­legra.“

Frétt mbl.is: Svekkt­ur yfir niður­stöðu kosn­inga

Ekki heyrt í Sig­mundi Davíð 

Sig­urði Inga finnst sjálfsagt að Sig­mund­ur Davíð haldi efsta sæti sínu á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í  Norðaust­ur­kjör­dæmi en hann hlaut yf­ir­burðakosn­ingu í 1. sætið í síðasta mánuði.

„Hann fékk mjög góða kosn­ingu og hef­ur stuðning í sínu kjör­dæmi. Hann er mjög öfl­ug­ur fram­sókn­ar­maður,“ sagði hann.

Sig­urður hef­ur enn ekki heyrt í Sig­mundi Davíð eft­ir flokksþingið í gær. „Við höf­um ekki náð sam­an í dag. Ég hef sent hon­um skila­boð og við náum án efa sam­an.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leið sinni frá Háskólabíói strax eftir …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son á leið sinni frá Há­skóla­bíói strax eft­ir að niðurstaða for­manns­kjörs­ins var ljós. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Full­mik­il stór­yrði

Hann var spurður út í gagn­rýni ákveðins hóps fram­sókn­ar­manna, meðal ann­ars um að ekki hafi verið rétt staðið að kosn­ing­unni í gær.  „Það hef­ur ákveðinn hóp­ur verið með full­mik­il stór­yrði í aðdrag­anda þessa þings sem í sum­um til­vik­um hafa haldið áfram. Það er ekki okk­ur í Fram­sókn­ar­flokkn­um til fram­drátt­ar,“ sagði Sig­urður Ingi.

„Um þessa helgi fór fram kosn­ing með lýðræðis­leg­um hætti sem er hinn eðli­leg­asti hlut­ur í stjórn­mála­hreyf­ingu. Ég veit ekki hvað formaður Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur er að fara með þess­um yf­ir­lýs­ing­um um svindl,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert