BF kæmi mönnum á þing

Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar.
Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

Björt framtíð mæl­ist með 6,9 pró­senta fylgi í nýrri könn­un Frétta­blaðsins. Yrðu það niður­stöður kosn­inga næði flokk­ur­inn kjörn­um manni á Alþingi. Hver flokk­ur þarf 5 pró­sent til að ná inn manni.

Fylgi flokks­ins núna er það mesta sem flokk­ur­inn hef­ur mælst með í könn­un­um Frétta­blaðsins frá því í mars 2015. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur­inn, með 25,9 pró­senta fylgi, en það er níu pró­sentu­stig­um minna fylgi en flokk­ur­inn mæld­ist með í könn­un í síðustu viku. Pírat­ar mæl­ast næst­stærst­ir með 19,2 pró­senta fylgi en fylgi þeirra mæld­ist 19,9 pró­sent fyr­ir viku.

Vinstri græn­ir mæl­ast með 12,6 pró­senta fylgi en voru með 12,9 pró­senta fylgi fyr­ir viku, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með 12,6 pró­senta fylgi en var með 11,4 pró­senta fylgi fyr­ir viku, seg­ir í frétt Frétta­blaðsins í dag en sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins í síðustu viku þá var Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 12,6% þá. Í skífu­riti sem fylg­ir frétt Frétta­blaðsins í dag kem­ur fram að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé nú með 11,4% fylgi. 

Leiðrétt: Skífu­ritið er rétt - fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins er 11,4% í þess­ari könn­un en var 12,6% í síðustu viku.

Mun­ur­inn milli vikna er inn­an skekkju­marka í til­felli Pírata, VG og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 8,8 pró­sent í nýju könn­un­inni en var með 5,9 pró­sent í könn­un­inni fyr­ir viku. Viðreisn mæl­ist með 6,9 pró­senta fylgi en var með 7,3 pró­sent fyr­ir viku.

Þá mæl­ist Alþýðufylk­ing­in með 2,2 pró­senta fylgi og Íslenska þjóðfylk­ing­in með 2 pró­senta fylgi.

Könn­un Frétta­blaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dag­ana 3. og 4. októ­ber þar til náðist í 801 sam­kvæmt lag­skiptu slembiúr­taki. Svar­hlut­fallið var því 63,7 pró­sent. Alls tóku 58,6 pró­sent þeirra sem náðist í af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar, 12,7 pró­sent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 pró­sent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 pró­sent neituðu að gefa upp af­stöðu sína.

Í könn­un­inni sem Frétta­blaðið, Stöð 2 og Vís­ir gerðu fyr­ir viku tóku 51,5 pró­sent þeirra sem svöruðu af­stöðu.

Frétt Frétta­blaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert