Þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík

Helgi Helgason er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Helgi Helgason er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Íslenska þjóðfylkingin skilaði ekki inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum en frestur til að skila inn framboðslistum vegna alþingiskosninganna 29. október næstkomandi rann út á hádegi. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Þjóðfylkingin skilaði einungis inn framboðslistum í Suður-, Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi.

Fram kom í fréttum í gær að Gúst­af Ad­olf Ní­els­son sagn­fræðing­ur og Gunn­laug­ur Ingvars­son bif­reiðar­stjóri hefðu ákveðið að draga fram­boð sín fyr­ir Íslensku þjóðfylk­ing­una til baka. Gúst­af var odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og Gunn­laug­ur leiddi fram­boðslist­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert