Ræða um málefni, ekki embætti

Smári McCart­hy og Birgitta Jóns­dótt­ir á blaðamannafundi Pírata í gær.
Smári McCart­hy og Birgitta Jóns­dótt­ir á blaðamannafundi Pírata í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Píratar voru ekki að boða til stjórnarmyndunarviðræðna með tilkynningu sinni um að þeir vilji hefja viðræður við stjórnarandstöðuflokkanna um samstarf um helgina. Smári McCarthy, einn oddvita Pírata, skrifar á Facebook-síðu sína að viðræðurnar snúist um málefni en ekki embætti.

Töluverða athygli vakti þegar Píratar boðuðu til blaðamannafundar í gær og tilkynntu að þeir vildu ræða við stjórnarandstöðuflokkana um samstarf út frá megináherslum Pírata svo hægt sé að leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar.

Í færslu á Facebook-síðu sinni skýrir Smári, sem er á fyrsta sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi að Píratar hafi ekki stjórnarmyndunarumboð enda hafi enginn það þar til búið er að telja upp úr kjörkössunum.

„Við erum því ekki að boða til stjórnarmyndunarviðræðna, við erum að boða til samstarfsviðræðna. Munurinn skiptir miklu máli ─ við erum að fara [sic] um málefni, ekki embætti,“ skrifar Smári.

Í tilkynningu Pírata í gær kom fram að ákvörðun þeirra hafi verið tekin á grundvelli þess að Píratar trúi á mikilvægi upplýstrar ákvarðanatöku og að kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvaða þýðingu atkvæði þeirra hefur þegar þeir skila því í kjörkassann á kjördag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert