Ræða um málefni, ekki embætti

Smári McCart­hy og Birgitta Jóns­dótt­ir á blaðamannafundi Pírata í gær.
Smári McCart­hy og Birgitta Jóns­dótt­ir á blaðamannafundi Pírata í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Pírat­ar voru ekki að boða til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna með til­kynn­ingu sinni um að þeir vilji hefja viðræður við stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna um sam­starf um helg­ina. Smári McCart­hy, einn odd­vita Pírata, skrif­ar á Face­book-síðu sína að viðræðurn­ar snú­ist um mál­efni en ekki embætti.

Tölu­verða at­hygli vakti þegar Pírat­ar boðuðu til blaðamanna­fund­ar í gær og til­kynntu að þeir vildu ræða við stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana um sam­starf út frá megin­á­hersl­um Pírata svo hægt sé að leggja drög að stjórn­arsátt­mála fyr­ir kosn­ing­ar.

Í færslu á Face­book-síðu sinni skýr­ir Smári, sem er á fyrsta sæti lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi að Pírat­ar hafi ekki stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð enda hafi eng­inn það þar til búið er að telja upp úr kjör­köss­un­um.

„Við erum því ekki að boða til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna, við erum að boða til sam­starfsviðræðna. Mun­ur­inn skipt­ir miklu máli ─ við erum að fara [sic] um mál­efni, ekki embætti,“ skrif­ar Smári.

Í til­kynn­ingu Pírata í gær kom fram að ákvörðun þeirra hafi verið tek­in á grund­velli þess að Pírat­ar trúi á mik­il­vægi upp­lýstr­ar ákv­arðana­töku og að kjós­end­ur eigi heimt­ingu á því að vita hvaða þýðingu at­kvæði þeirra hef­ur þegar þeir skila því í kjör­kass­ann á kjör­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert