Blása ekki lífi í fallna stjórn

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum.“ Þetta segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í bréfi til Pírata og formanna þeirra flokka sem þeir hafa boðið til stjórnarmyndunarviðræðna.

Frétt mbl.is: Viðreisn vill ekki samstarf við stjórnarflokka

Benedikt birti bréfið á Facebook fyrir stundu en þar útlistar hann þau mál sem Viðreisn hefur ákveðið að setja á oddinn; lækkun vaxta og stofnun myntráðs, markaðsleið í sjávarútvegi, kerfisbreytingu í landbúnaðarmálum, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið, jafnrétti kynjanna og útrýmingu fordóma gegn öldruðum.

„Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn,“ segir Benedikt.

„Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka