Blása ekki lífi í fallna stjórn

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er aug­ljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í rík­is­stjórn sem kjós­end­ur hafa fellt. Það væri gagn­stætt öll­um okk­ar hug­sjón­um.“ Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, í bréfi til Pírata og formanna þeirra flokka sem þeir hafa boðið til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna.

Frétt mbl.is: Viðreisn vill ekki sam­starf við stjórn­ar­flokka

Bene­dikt birti bréfið á Face­book fyr­ir stundu en þar út­list­ar hann þau mál sem Viðreisn hef­ur ákveðið að setja á odd­inn; lækk­un vaxta og stofn­un myntráðs, markaðsleið í sjáv­ar­út­vegi, kerf­is­breyt­ingu í land­búnaðar­mál­um, þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið, jafn­rétti kynj­anna og út­rým­ingu for­dóma gegn öldruðum.

„Þessi mál þurfa kjós­end­ur að þekkja og einnig þeir flokk­ar sem hyggja á sam­starf við Viðreisn,“ seg­ir Bene­dikt.

„Það er aug­ljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í rík­is­stjórn sem kjós­end­ur hafa fellt. Það væri gagn­stætt öll­um okk­ar hug­sjón­um. Um það talaði ég með af­drátt­ar­laus­um hætti í morg­un. Það kann vel að vera að aðrir flokk­ar vilji reisa það merki, en við höf­um ekki áhuga á því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert