„Útverðir vestrænnar samvinnu!“

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Nú blasir við nýtt kjörorð: Viðreisn og Vinstri græn - útverðir vestrænnar samvinnu!“ segir Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi forseti Alþingis, í Facebook-færslu sem hann birti fyrir stundu.

Tilefnið eru pólitískar sviptingar í aðdraganda kosninga, en Einar segir liggja fyrir að „flokkur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Pálssonar telur hugsjónamálum sínum best borgið í samstarfi við Vinstri græna og Pírata.“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun að það yrði ekki „ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir kosningar.“

Frétt mbl.is: Fara ekki í samstarf með stjórnarflokkunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert