Ekki aftur af stað án þjóðaratkvæðis

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Staðan er einfaldlega þannig á Íslandi í dag að við munum ekki fara aftur af stað án þess að spyrja þjóðina. Þannig er bara staðan núna. Þess vegna lofum við því að við munum fara þá leið.“

Þetta segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is spurð hvort frekari skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið verði lögð í dóm þjóðarinnar komi til þeirra.

Frétt mbl.is: Fari í gegnum þingið og þjóðina

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sótti um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 án þess að sú ákvörðun væri borin undir þjóðina. Var þingsályktunartillaga þess efnis felld á Alþingi með atkvæðum þáverandi stjórnarþingmanna.

Oddný segir stöðuna hafa verið aðra þá. Ekkert ríki hafi hafið umsóknarferli að Evrópusambandinu á því að leggja málið fyrst í þjóðaratkvæði. „Þess í stað hefur verið unnið í samningunum og þeir síðan lagðir fyrir þjóðirnar,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert