Ekki aftur af stað án þjóðaratkvæðis

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Staðan er ein­fald­lega þannig á Íslandi í dag að við mun­um ekki fara aft­ur af stað án þess að spyrja þjóðina. Þannig er bara staðan núna. Þess vegna lof­um við því að við mun­um fara þá leið.“

Þetta seg­ir Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is spurð hvort frek­ari skref í átt að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði lögð í dóm þjóðar­inn­ar komi til þeirra.

Frétt mbl.is: Fari í gegn­um þingið og þjóðina

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs sótti um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sum­arið 2009 án þess að sú ákvörðun væri bor­in und­ir þjóðina. Var þings­álykt­un­ar­til­laga þess efn­is felld á Alþingi með at­kvæðum þáver­andi stjórn­arþing­manna.

Odd­ný seg­ir stöðuna hafa verið aðra þá. Ekk­ert ríki hafi hafið um­sókn­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu á því að leggja málið fyrst í þjóðar­at­kvæði. „Þess í stað hef­ur verið unnið í samn­ing­un­um og þeir síðan lagðir fyr­ir þjóðirn­ar,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert