„Ekki hægt annað en að velta“

Engu mátti muna að Eiríkur fengi framrúðuna í andlitið þegar …
Engu mátti muna að Eiríkur fengi framrúðuna í andlitið þegar bifreiðin valt.

Mikil mildi er að ekki fór verr þegar jeppabifreið valt við Fremstaver á Kjalvegi í gærkvöldi. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum og skyggni lítið sem ekkert. Ökumaðurinn missti jeppann útaf í krappri beygju á veginum en engar merkingar eru um beygjuna. „Það var ekki annað hægt en að velta,“ segir farþegi í bílnum.

Frétt mbl.is: Bílvelta við Fremstaver

Bræðurnir Eiríkur og Axel Eiríkssynir sluppu naumlega í gærkvöldi þegar þeir voru á leið til rjúpna á Kili. Eiríkur ók jeppanum en þeir hafa farið þessa leið á hverju ári í tuttugu ár áfallalaust.

Bílbeltin bjarga það sannaðist svo sannarlega og að sögn Axels …
Bílbeltin bjarga það sannaðist svo sannarlega og að sögn Axels bjargaði hundabúrið hundinum sem var með í för.

„Þetta er stórhættulegur staður og illa merkt,“ segir Eiríkur. „Ég átti aldrei neinn möguleika. Ég hef keyrt þetta í 20 ár og við verri aðstæður en þarna voru. Það var hins vegar mikill bylur þannig að ef ég var með háu ljósin á þá sást ekkert nema hvítur veggur. Með lágu ljósin á sá maður nokkra metra fram fyrir sig og næstu stikur,“ segir Eiríkur.

Svona lítur beygjan út í akstursstefnu.
Svona lítur beygjan út í akstursstefnu.

Að hans sögn hafði skafið á stikurnar sem bættu ekki aðstæðurnar. Það hafi hins vegar skipt miklu að þeir fóru mjög hægt en jeppinn valt þrjá fjórðu úr hring og endaði á hliðinni farþegamegin.

 „Ég reyndi að bremsa og er á mjög góðum grófmynstruðum vetrardekkjum en ekki á nagladekkjum,“ segir Eiríkur en jeppinn var í fjórhjóladrifinu. Annar jeppi sem var einnig á ferðinni á þessari leið hafði ekið á undan þeim en að sögn Eiríks gaf bílstjóri þeirra bifreiðar honum merki um að fara framúr. 

Eins og sést á þessari mynd þá er beygjan við …
Eins og sést á þessari mynd þá er beygjan við Fremstaver á Kili mjög kröpp. Af Google

Bílstjóri þess jeppa er þrautþjálfaður ökumaður sem er leiðsögumaður með ferðamenn á hálendinu. Eiríkur segir að sá hafi sagt sér að ef hann hefði verið á undan þá væri það hans jeppi sem hefði oltið. 

Eiríkur segir að honum hafi með naumindum tekist að beygja en ef hann hefði haldið beint áfram þá hefði jeppinn hafnað á kletti þannig að hann þakkar fyrir að hafa sloppið ómeiddur. Engin merking er um þessa kröppu beygju sem er slysagildra að sögn þeirra bræðra.

Jeppinn er mjög mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna.
Jeppinn er mjög mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna.

Telja þeir að beygjan sé um 110 gráður og í jafn slæmu skyggni og var í gærkvöldi þá hafi ekki verið annað hægt en að velta, eins og Axel orðar það. Þeir bræður segja að það sé óskiljanlegt að Vegagerðin hafi ekki sett upp skilti þarna þar sem varað er við beygjunni. 

Kjölur
Kjölur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikið hefur verið talað um lélegt ástand Kjalvegar og talað um að breikka hann og hækka. En að svona krappar beygjur séu ómerktar og algjörlega óásættanlegt að Vegagerðin sjái ekki sóma sinn í að koma merkingum á leiðinni í lag, segir Eiríkur sem þakkar fyrir að hafa sloppið ómeiddur. 

Kjalvegur.
Kjalvegur. mbl.is/loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert