Píratar, Vinstri Græn og Samfylkingin eru sammála um að stytting vinnuvikunnar sé brýnt mál að ráðast í en Píratar vilja stytta hana niður í 35 tíma á viku og meta frekari styttingu síðar. Flokkar sem eru lengra til hægri vilja einfalda skattkerfið til að efla atvinnulífið.
mbl.is kannaði nokkrar áherslur flokkanna, sem eru líklegir til að ná fólki inn á þing, í atvinnumálum. Áður hafa innanríkis-, mennta-, efnahags-, utanríkis-, og heilbrigðismálaflokkarnir verið teknir til skoðunar.
Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni eru tínd til þrjú atriði hjá hverjum stjórnmálaflokki í málaflokknum. Reynt var að halda tryggð við orðalagið sem var á heimasíðum flokkanna. Við miðuðum við að skoða flokkana sem hafa mælst með meira en 5% fylgi í könnunum.