Styttri vinnuvika innan seilingar?

Píratar, Vinstri Græn og Samfylkingin eru sammála um að stytting vinnuvikunnar sé brýnt mál að ráðast í en Píratar vilja stytta hana niður í 35 tíma á viku og meta frekari styttingu síðar. Flokkar sem eru lengra til hægri vilja einfalda skattkerfið til að efla atvinnulífið.

mbl.is k­annaði nokkrar áherslur flokkanna, sem eru lík­leg­ir til að ná fólki inn á þing, í atvinnumálum. Áður hafa innanríkis-,  mennta-efna­hags-, ut­an­rík­is-, og heil­brigðismála­flokk­arn­ir verið tekn­ir til skoðunar.

Í mynd­skeiðinu sem fylg­ir frétt­inni eru tínd til þrjú atriði hjá hverj­um stjórn­mála­flokki í mála­flokkn­um. Reynt var að halda tryggð við orðalagið sem var á heimasíðum flokk­anna. Við miðuðum við að skoða flokk­ana sem hafa mælst með meira en 5% fylgi í könn­un­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert