Viðræður hefjast á morgun

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar við þingflokk sinn …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar við þingflokk sinn í Valhöll í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Menn eru ánægðir með að við séum kom­in á þenn­an stað. Það eru all­ir sam­mála um að við eig­um að láta reyna á þenn­an val­kost. Lín­ur hafa skýrst frá kosn­ing­um og smám sam­an hef­ur staðan þrengst niður í það að það var í raun og ver bara einn kost­ur eft­ir og við vilj­um láta reyna á hann,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is eft­ir að hafa fundað með þing­flokki Sjálf­stæðismanna.

Frétt mbl.is: Form­leg­ar viðræður hafn­ar

Bjarni gekk á fund Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands, í dag áður en hann fundaði með þing­flokkn­um og til­kynnti hon­um að til stæði að hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar en for­menn flokk­anna hafa fundað reglu­lega að und­an­förnu frá því að for­set­inn veitti Bjarna umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar í byrj­un síðustu viku. Gert er ráð fyr­ir að viðræðurn­ar hefj­ist á morg­un.

„Við ætl­um að láta reyna á stjórn­arsátt­mála núna og við telj­um að þessi sam­töl hafi leitt það í ljós að það séu nægi­lega marg­ir sam­starfs­flet­ir. Og við mun­um nýta tím­ann vel, vinn­an hefst á morg­un og von­andi sjá­um við til lands inn­an fárra sól­ar­hringa. Við erum sam­mála um að láta þetta ganga hratt fyr­ir sig, eins hratt og hægt er, og ég er ágæt­lega bjart­sýnn á að það tak­ist vel,“ sagði Bjarni enn­frem­ur eft­ir þing­flokks­fund­inn.

Besta leiðin þrátt fyr­ir naum­an meiri­hluta

Varðandi Evr­ópu­mál­in sagði hann að ein leið gæti verið sú að málið færi til þings­ins með ein­hverj­um hætti. Það ætti hins veg­ar eft­ir að ræða það bet­ur. Málið hefði verið það síðasta sem hefði verið á borði formanna flokk­anna áður en ákveðið hefði verið að hefja form­leg­ar viðræður.

„Við ætl­um að halda áfram að finna leiðir í því og ég er viss um að það tekst ágæt­lega.“ Viðræðurn­ar yrðu ekki aðeins með þátt­töku formann­anna held­ur myndu þeir virkja sitt fólk í þeim efn­um. Aðspurður sagðist hann von­ast til þess að það lægi fyr­ir um miðja næstu viku hvort hægt yrði að landa stjórn­arsátt­mála.

Frétt mbl.is: Evr­ópu­mál­in lík­lega til þings­ins

„Við höf­um átt þónokkuð mörg sam­töl og við þekkj­um stefn­ur flokk­anna og við erum ný­kom­in út úr kosn­inga­bar­áttu. Við finn­um það að það eru snertiflet­ir víða. Eft­ir þessi sam­töl eru ekki mörg mál sem ég hef áhyggj­ur af fyr­ir þenn­an stjórn­arsátt­mála eða gerð hans. Þannig að þetta ætti að geta tekið stutt­an tíma. Spurður um tæp­an þing­meiri­hluta flokk­anna þriggja og hvort ekki skipti máli að all­ir væru sam­stiga sagði Bjarni:

„Við erum meðvituð um það en eft­ir sam­töl við aðra for­menn þá taldi ég að þrátt fyr­ir mjög naum­an meiri­hluta þess­ar­ar stjórn­ar þá væri þetta besta leiðin fram á við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert