Funda í fjármálaráðuneytinu klukkan 11

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, munu hittast klukkan 11 í fjármálaráðuneytinu til að hefja vinnu við gerð stjórnarsáttmála ríkisstjórnar.

Formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag en í samtali við mbl.is sagðist Bjarni vera bjartsýnn á að það tækist vel.

Frétt mbl.is: Evrópumálin líklega til þingsins

Fram kom í Morgunblaðinu í vikunni að stærsta ágreiningsefni flokkanna væri möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum blaðsins kom það skýrt fram í máli Bjarna, þegar hann ræddi við þá Benedikt og Óttarr, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skuldbinda sig fyrirfram til nokkurs hlutar í þeim efnum.

Í um­fjöll­un um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að ekki gæti mik­ill­ar bjart­sýni um að þessi til­raun tak­ist, sam­kvæmt sam­töl­um við þing­menn og stuðningsmenn flokk­anna, en þó virðast marg­ir telja hana þess virði.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert