Kári kallar eftir samstarfi D og VG

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Golli

Það væri með öllu óviðun­andi ef Sjálf­stæðis­flokk­ur og Vinstri græn létu heim­speki­leg­an ágrein­ing koma í veg fyr­ir stjórn­ar­sam­starf. Þetta seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

Seg­ir hann lands­lag ís­lenskra stjórn­mála vera allt annað nú en áður, „þegar flokk­arn­ir voru fáir en stór­ir og sterk­ir og lít­ill vandi að sjóða sam­an tveggja flokka stjórn. Nú eru þeir marg­ir og litl­ir og má leiða að því rök að þeir gegni allt ann­ars kon­ar hlut­verki í sam­fé­lag­inu.“

Vill „beygja lín­una í hring“

Kári bend­ir á að mun meiri lík­ur séu á friði og sátt í sam­fé­lag­inu, eft­ir því sem skoðanir í rík­is­stjórn end­ur­spegla stærri hluta af skoðanarófi þess.

„Þess vegna vilj­um við hvorki hægri- né vinstri­rík­is­stjórn held­ur þá sem er jafn­hent. Sú rík­is­stjórn verður að hafa inn­byrðis tvo stærstu stjórn­mála­flokka lands­ins sem eru á sitt­hvor­um end­an­um á þeirri línu sem við röðum póli­tískri fílósófíu á.“

Þá seg­ist hann hand­viss um að ekki þurfi annað en þann kraft sem fel­ist í vænt­umþykju fyr­ir ís­lensku sam­fé­lagi, „til þess að beygja þessa línu í hring þannig að end­arn­ir komi sam­an“.

Ekki leng­ur hægt að spila bridge á fund­um

„Það væri með öllu óviðun­andi ef þess­ir flokk­ar létu fílósóf­ísk­an ágrein­ing koma í veg fyr­ir stjórn­ar­sam­starf vegna þess að á tím­um smá­flokk­anna get­ur hver ein­stak­ur flokk­ur ekki haft áhrif á stjórn lands­ins án þess að vinna með þeim sem eru á önd­verðum meiði um margt.

Það er hætt við því að sá stjórn­mála­flokk­ur sem þróar ekki með sér vilj­ann og get­una til þessa velk­ist í er­ind­is­leysi uns hans bíða þau ör­lög Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að það er ekki leng­ur hægt að spila bridge á þing­flokks­fund­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert