Blasir við að Katrín fái umboðið

Benedikt Jóhannesson (t.h.) með Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar.
Benedikt Jóhannesson (t.h.) með Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, tel­ur blasa við að for­set­inn af­hendi Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna, stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið á fyr­ir­huguðum fundi þeirra á morg­un. Full­trú­ar Viðreisn­ar séu til­bún­ir til að ræða við Vinstri græn.

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta eft­ir fund hans með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, síðdeg­is í dag kom fram að for­set­inn hefði boðað Katrínu á sinn fund kl. 13 á morg­un. Upp úr viðræðum Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar slitnaði fyrr í dag.

„Já, mér finnst það nú blasa við. Það hlýt­ur að vera mat for­set­ans að hún eigi best­ar lík­ur á þessu. Hann væri vænt­an­lega ekki að boða þann sem hann teldi ólík­leg­an,“ seg­ir Bene­dikt spurður að því hvort hann túlki fund­ar­boðið þannig að Katrínu verði falið umboðið.

For­set­inn hafði sam­band við for­menn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi eft­ir fund­inn með Bjarna. Bene­dikt seg­ir að í sím­tali við for­set­ann hafi hann lýst hugs­un­um sín­um um hvað gæti gerst á næstu dög­um og vik­um. Að öðru leyti seg­ir hann að um trúnaðarsam­tal hafi verið að ræða.

Ýmsir mögu­leik­ar sem voru áður úti­lokaðir

Katrín hef­ur talað fyr­ir fjöl­flokka­stjórn flokka frá vinstri og yfir miðjuna. Spurður að því hvort Viðreisn væri til­bú­in í sam­starf á þess­um for­send­um seg­ist Bene­dikt ekki klár á því hverj­ar þær for­send­ur séu.

„Við mynd­um bara sjá þær og mæta að borðinu. Mér heyr­ist nú að for­send­urn­ar séu kannski að breyt­ast frá ein­um degi til næsta, kannski eft­ir því sem mögu­leik­un­um fækk­ar á borðinu. Þá verða til nýir,“ seg­ir Bene­dikt og vís­ar til þess að Katrín hafi rætt við formann Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag.

„Það geta verið ýms­ir mögu­leik­ar sem voru úti­lokaðir fyr­ir nokkru,“ seg­ir Bene­dikt.

Hann seg­ist jafn­framt ekk­ert hafa rætt við Katrínu í dag en hon­um finn­ist mjög lík­legt að þau tali sam­an á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert