Katrín á fund forseta á morgun

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til fundar við sig kl. 13 á morgun. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í fréttatíma Stöðvar 2 nú í kvöld. Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar opna á samstarf til vinstri. 

Í viðtalinu sagði Katrín stöðuna flókna og mikið bæri á milli stjórnmálaflokkanna. Spurð að því hvort Vinstri græn gætu unnið með Sjálfstæðisflokki ef ekki tækist að mynda ríkisstjórn vinstriflokkanna sagði hún að taka yrði á því þegar að því kæmi.

Katrín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að viðræður við aðra flokka væru ekki hafnar en hún hafi átt góð samtöl við fulltrúa og formenn annarra flokka frá því að úrslit kosninganna urðu ljós. Hún trúi því að þau samskipti muni skila starfhæfri ríkisstjórn.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokaði ekki samstarf til vinstri í viðtali við Stöð 2 og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagðist tilbúinn að vinna með vinstriflokkunum ef þeir óskuðu eftir samstarfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert