Katrín og Bjarni ræddu saman eftir viðræðuslitin

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna,
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ræddu sam­an í dag eft­ir að Bjarni hafði slitið viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð. Þetta staðfest­ir Katrín í sam­tali við mbl.is. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is fór Bjarni á fund Katrín­ar.

Katrín seg­ir að þau hafi aðeins átt mjög stutt sam­tal þar sem Bjarni hafi verið að kanna hug henn­ar í tengsl­um við stjórn­ar­mynd­an­ir. „Ég ætla samt ekki að fara að vitna í tveggja manna sam­töl,“ sagði Katrín.

Hún seg­ir að ekki liggi fyr­ir hvað muni fara fram á fundi Bjarna og Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands, sem hófst núna klukk­an fimm. „Eins og kunn­ugt er get­ur Bjarni óskað eft­ir því að fara í viðræður við aðra, til dæm­is okk­ur,“ seg­ir Katrín. Að öðrum kosti geti hann skilað inn umboðinu. Seg­ir hún að nú sé bara að bíða og sjá hvað ger­ist.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er búið að boða til fund­ar hjá þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins klukk­an 19.30.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Bene­dikts­son Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert