Samkvæmt nýrri könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka, með 26% fylgi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð kemur næst á eftir með 20,7% fylgi, sem samsvarar 4,5 prósentustiga fylgisaukningu frá síðustu mælingu sem lauk 28. október síðastliðinn.
Píratar mælast nú með 11,9% fylgi, sem er um 8,6 prósentustigum minna en í síðustu mælingu.
Könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina var framkvæmd dagana 7. til 14. nóvember 2016 og var heildarfjöldi svarenda 904 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,6% eða 1,7 prósentustigum meira en í síðustu könnun sem lauk 28. október.
Fylgi Bjartrar framtíðar mædist nú 9,6% sem er um 3 prósentustigum meira en í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,4% og mældist 11,4% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 5,6% og mældist 6,1% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist um og undir 3%.