Strandaði á sjávarútveginum

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

„Full­trú­ar flokk­anna á þess­um fund­um voru reiðubún­ir að horfa meira fram á við en við höf­um kannski séð áður að mínu mati, en þó voru þarna erfið mál eins og sjáv­ar­út­vegs­mál­in þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt ríka áherslu á markaðslausn­ir. Þetta virðist hafa strandað þar.“

Þetta seg­ir Björt Ólafs­dótt­ir, þingmaður Bjartr­ar framtíðar og full­trúi í viðræðunefnd flokks­ins í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum við Sjálf­stæðis­flokk­inn og Viðreisn sem nú hef­ur verið slitið. Hún seg­ir að svo virðist sem bak­land Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi ekki verið til­búið í þær breyt­ing­ar sem rætt hafi verið um. Hins veg­ar hafi verið kom­in ákveðin lend­ing í land­búnaðar­mál­um.

„Við vor­um að horfa fram á bjart­ari tíma í land­búnaði á Íslandi, meira frjáls­ræði og betri stöðu fyr­ir bæði neyt­end­ur og bænd­ur. Það er leitt að það hafi ekki náð fram að ganga,“ seg­ir Björt enn­frem­ur. Evr­ópu­mál­in voru einnig nefnd sem ásteyt­ing­ar­steinn í viðræðum flokk­anna. Björt seg­ir aðspurð að fyr­ir­fram hafi legið fyr­ir að flokk­an­ir væru ekki sam­stiga í þeim efn­um.

„Bæði Viðreisn og Björt framtíð lögðu áherslu á að þjóðar­at­kvæði færi fram um það hvort viðræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu héldu áfram. En það var kannski ekki búið að lenda því máli al­menni­lega. Þetta var uppi á borðum en síðan sett til hliðar og geymt aðeins. En þegar ljóst var að ekki var að nást lend­ing í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um var eng­in þörf á að ræða það eitt­hvað meira.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert