„Væntanlega“ fundað áfram í dag

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er svo sem ekkert nýtt síðan í gærkveldi,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Fundað var símleiðis til um það bil klukkan 22.30 í gærkvöldi að hans sögn. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í dag.

Benedikt sagði í samtali við mbl.is í gær að hugsanlega yrði fundað fram á nótt og viðræðurnar mjökuðust. Viðræðurnar tækju lengri tíma en búist hefði verið við en að hann vonaðist til þess að fyrir lægi um miðja þessa viku hvort ríkisstjórnarsamstarf þessara flokka gæti gengið. Spurður um þetta segir Benedikt að menn tali alltaf um að þeir vonist til að sjá til lands.

„Það er svo sem ekkert annað nýtt í þessu annað en það að við höldum áfram að tala saman,“ segir hann. Spurður hvort fundað verði í dag segir hann: „Já, væntanlega. Það er bara ekki búið að boða fund. En við erum að vinna samt, bara við skriftir. Við þurfum ekki alltaf að sitja saman.“ Ekki liggi þannig fyrir hvenær verði fundað í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert