Hvaða kosti hefur Katrín?

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, hef­ur boðað Katrínu Jak­obs­dótt­ur, formann Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á fund sinn í dag klukk­an 13.00 og er al­mennt bú­ist við að á fund­in­um verði henni falið að reyna að mynda rík­is­stjórn. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fundaði með for­set­an­um í gær þar sem hann til­kynnti hon­um að hann hefði slitið stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum sín­um við Viðreisn og Bjarta framtíð.

En hvaða stjórn­ar­mynd­un­ar­kosti hef­ur Katrín? Hún hef­ur ít­rekað sagt að fyrsti kost­ur henn­ar væri að reyna að mynda rík­is­stjórn frá miðju til vinstri. Eigi sú stjórn að njóta meiri­hluta á Alþingi án þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eða Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi aðild að henni er ljóst að fimm flokka þarf til. Það er Pírata, Viðreisn, Bjartra framtíð og Sam­fylk­ing­una auk VG. Sam­an­lagt hefði slík stjórn 34 þing­menn eða tveim­ur fleiri en minnsti mögu­legi meiri­hluti.

Eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar settu Pírat­ar fram þá hug­mynd að mynduð yrði minni­hluta­stjórn VG, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar sem studd væri af þeim og Sam­fylk­ing­unni. Sú hug­mynd hef­ur hins veg­ar hlotið mis­jafn­ar und­ir­tekt­ir og er ólík­legt að til minni­hluta­stjórn­ar komi fyrr en þrautreynt er að mynda rík­is­stjórn með meiri­hluta á þingi. En hvaða meiri­hluta­stjórn­ir kunna að standa VG til boða?

Hér á eft­ir fer listi yfir þær þriggja, fjög­urra og fimm flokka rík­is­stjórn­ir sem VG get­ur mögu­lega myndað þar sem ein­ung­is er miðað við að nægj­an­leg­ur fjöldi þing­manna sé til staðar og óháð því hvort viðkom­andi flokk­ar geti hugsað sér að starfa sam­an. Þannig hafa Pírat­ar til að mynda þver­tekið fyr­ir að starfa með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um og ít­rekuðu það í gær.

Þriggja flokka rík­is­stjórn­ir:

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Pírat­ar = 41 þingmaður

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn = 39 þing­menn

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Viðreisn = 38 þing­menn

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Björt framtíð = 35 þing­menn

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Sam­fylk­ing­in = 34 þing­menn

Fjög­urra flokka rík­is­stjórn­ir:

VG + Pírat­ar + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn + Viðreisn = 35 þing­menn

VG + Pírat­ar + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn + Björt framtíð = 32 þing­menn

Fimm flokka rík­is­stjórn­ir:

VG + Pírat­ar + Viðreisn + Björt framtíð + Sam­fylk­ing­in = 34 þing­menn

VG + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn + Viðreisn + Björt framtíð + Sam­fylk­ing­in = 32 þing­menn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert