Katrín vill mynda fjölflokkastjórn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Bessastöðum.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ætlar að reyna að mynda fjölflokkastjórn, frá miðju til vinstri. Þetta sagði hún eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum þar sem hún fékk umboð til stjórnarmyndunar. 

Frétt mbl.is: „Þarf að hafa hraðar hendur“

Katrín sagðist ekki hafa átt von á því að fá umboð til stjórnarmyndunar. „Þetta er risastórt verkefni sem ég átti ekki endilega von á að félli í minn hlut í dag.“

Nálgast verkefnið af bjartsýni

Hún bætti við að staðan væri flókin en vonaðist eftir góðum árangri:„Það hafa allir verið með yfirlýsingar um það hvað þeir vilja og ég er þar ekki undanskilin. Auðvitað nálgast maður þetta verkefni af bjartsýni. Svo verðum við að sjá hverju þetta skilar."

Forsetinn ætlar að ræða aftur við Katrínu í síðasta lagi á mánudag eða þriðjudag til að athuga með gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum. Spurð hvort sá tími muni duga til að komast að því hvort hægt verður að mynda fjölflokkastjórn sagði Katrín: „Við bara verðum að láta það duga“.

Aukinn jöfnuður

Ef Katrín nær að mynda ríkisstjón sagði hún að stærstu mál hennar yrðu að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu, byggja upp heilbrigðis- og menntakerfið, og vinna við loftslagsmál.

Þingsflokksfundur Vinstri grænna verður haldinn í þinghúsinu klukkan 14 í dag. Á morgun reiknar Katrín svo með því að ræða við fulltrúa allra flokka. Hennar fyrsta val verður að mynda fjölflokkastjórn frá miðju til vinstri. 

Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í dag.
Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka