Katrín fundar með Samfylkingunni

Katrín, Oddný og Logi Már við upphaf fundarins.
Katrín, Oddný og Logi Már við upphaf fundarins. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, situr nú á fundi með Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Oddnýju G. Harðardóttur, fyrrverandi formanni flokksins, í Alþingishúsinu. 

Fundurinn hófst klukkan 9.30 í morgun. 

Að honum loknum fundar hún með forystumönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar klukkan 11.30, fulltrúum Framsóknarflokksins klukkan 14, Pírötum kl. 15.30 og loks sjálfstæðismönnum klukkan 17.

Frétt mbl.is: Viðræðurnar hefjast í fyrramálið

Katrín fékk umboð til stjórnarmyndunar hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær. Að loknum fundi þeirra á Bessastöðum sagði hún að fjölflokkastjórn frá vinstri yfir miðjuna væri hennar fyrsti kostur. 

Frétt mbl.is: Katrín vill mynda fjölflokkastjórn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert